Búrgund-Franche-Comté
(Endurbeint frá Bourgogne-Franche-Comté)
Búrgund-Franche-Comté eða Bourgogne-Franche-Comté er eitt af 18 héruðum Frakklands. Það var skapað árið 2016 með sameiningu Búrgundar og Franche-Comté. Íbúar eru um 2,8 milljónir og er flatarmál 48.000 ferkílómetrar.
Átta sýslur eru innan héraðsins: Côte-d'Or, Doubs, Jura, Nièvre, Haute-Saône, Saône-et-Loire, Yonne og Territoire de Belfort.
Helstu borgir eru:
-
Besancon
-
Dijon.
-
Belfort.
-
Nevers.
-
Auxerre