Boule et Bill
Boule et Bill er heiti á teiknimyndasagnaflokki eftir belgíska listamanninn Jean Roba. Sögurnar birtust fyrst í teiknimyndablaðinu Sval árið 1959. Þrátt fyrir að sögurnar um Boule og Bill sé einhverjar þær vinsælustu í sögu fransk-belgísku teiknimyndahefðarinnar, hafa þær aldrei verið þýddar á íslensku.
Sögurnar
breytaRoba þróaði persónurnar í samvinnu við Maurice Rosy, með það að markmiði að búa til evrópska útgáfu af Smáfólki (enska: Peanuts) eftir Charles M. Schulz. Aðalpersónur eru smástrákurinn Boule og vinur hans Bill sem er cocker spaniel-hundur. Foreldrar Boule og gæluskjaldbaka koma einnig við sögu, sem og aðrir íbúar í friðsömum smábæ fjölskyldunnar.
Flestar sögurnar eru ekki nema einnar blaðsíðu skrýtla. Hafa þær verið gefnar út í meira en 30 bókum. Jean Roba lést árið 2006, en hafði þá falið aðstoðarmanni sínum Laurent Verron að halda áfram ritun sagnanna.