Boreas Capital
Boreas Capital ehf (eða Boreas Capital Fund) var íslenskur vogunarsjóður sem einbeitti sér að fjárfestingum erlendis og var stofnaður 2007. [1] Stjórnarformaður Boreas Capital var Frank Pitt, en stofnendur fyrirtækisins voru þeir Ragnar Þórisson, Tómas Gestsson og Gunnar Helgason. Ragnar og Tómas unnu áður hjá Burðarási. Ragnar og Frank Pitt eru auk þess vinir og viðskiptafélagar Björgólfs Thor Björgólfssonar. Boreas fjárfesti meðal annars í félaginu Tanganyika oil. Boreas Capital var skráð sem óskráðar eignir Straums-Burðarás um mitt árið 2008, enda fyrirtæki á lista yfir stærstu fjárfestingar Straums sama ár. [2] [3].
Sjóðnum var slitið árið 2013.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ New Icelandic activist hedge fund launched; af Hedgenordic.com 2007
- ↑ Sex af tíu stærstu fjárfestingum Straums voru í fyrirtækjum tengdum Björgólfi; af Vísi.is 23.09. 2009
- ↑ Vonbrigði með tap Straums-Burðaráss; grein í Fréttablaðinu 2008
- ↑ https://www.vb.is/frettir/unnid-ad-slitum-boreas-capital/92487/
Tenglar
breyta- Heimasíða Geymt 25 september 2009 í Wayback Machine
- Efstur á lista vogunarsjóða; grein af Mbl.is 16.09.2009
- Framsóknarmenn fengu ráð frá vogunarsjóði; grein af Vísi.is 10.10. 2009
- Fjórir fjármálaráðgjafar með Sigmundi og Höskuldi í Noregi. Tveir frá Boreas Capital; af Eyjunni 10.10. 2009 Geymt 11 október 2009 í Wayback Machine
- Boreas fær 10 milljarða fyrir hlutinn í Tanganyika Oil; af VB.is 18.12. 2008 Geymt 20 desember 2008 í Wayback Machine
- Félagar Björgólfs tóku sér 96 miljónir í arð 2009; grein af DV.is 2010 Geymt 14 október 2010 í Wayback Machine