Bolle Willum Luxdorph

Bolle Willum Luxdorph (24. júlí 171613. ágúst 1788) var danskur sagnfræðingur, ljóðskáld og embættismaður.

Málverk af Bolle Willum Luxdorph frá1782, málað af G. Fuchs..

Luxdorph hélt aðstoðarmenn (amanuensis) til að aðstoða sig í fræðunum og var Jón Eiríksson einn þeirra. Árið 1750 bað Luxdorph Ludvig Harboe biskup að útvega sér íslenskan stúdent sem gæti komið sér niður í hina gömlu tungu Norðurlanda og benti Harboe á Jón sem starfaði fyrir Luxdorph í mörg ár. Luxdorph var virkur félagi í Arnemagnæanske nefndinni sem gaf út mörg íslensk rit.

Hann var ákafur bókasafnari og í bókasafni hans voru um 15 þúsund bækur og 500 handrit. Hann skrifaði dagbækur á árunum 1745-1748 og 1757-1788. Luxdorph skrifaði um hin fjölbreytilegustu málefni og þykja dagbækur hans góð heimild um daglegt og opinbert líf á síðasta helmingi 18. aldar. Luxdorph hafði ekki í huga að dagbækurnar kæmu út eftir sinn dag heldur hélt þær til minnis.

Gæsalappir

J. R. Bartholin blev hentet herned imellem kl.7 og 8, men inden han kom, var Forfatteren af denne Dagbog hensovet.“

— 13. águst, 1788. Síðasta færsla dagbókarinnar, Joachim Junge reit..

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Bolle Willum Luxdorph“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. júlí 2008.