Bogamínúta og bogasekúnda

Bogamínúta, táknuð með ′, er eining bogmáls sem jafngildir 1/60 einnar gráðu.[1] Þar sem ein gráða er 1/360 af heilum hring, er ein bogamínúta 1/21.600 af hring. Sjómíla var upphaflega skilgreind sem ein bogamínúta á lengdarbaug jarðar, þannig að ummál jarðar er næstum því 21.600 sm. Bogamínúta er π/10.800 af bogamálseiningu (radíana).

Bogasekúnda, táknuð með ″,[2] er 1/60 af bogamínútu, eða 1/3.600 af gráðu,[1] 1/1.296.000 af hring, og π/648.000 (um 1/206.264,8) af bogamálseiningu.

Þessar mælieiningar eiga sér uppruna í babýlónskri stjörnufræði sem sextugustu hlutar af gráðu. Þær eru notaðar þar sem þörf er á mælieiningum fyrir brot af gráðu, eins og í stjörnufræði, sjónmælingum, augnlækningum, ljósfræði, siglingafræði, landmælingum og skotfimi.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Weisstein, Eric W. „Arc Second“. mathworld.wolfram.com (enska). Sótt 31. ágúst 2020.
  2. „Minutes of Arc to Degree Conversion“. Inch Calculator (enska). Sótt 25. júlí 2021.