Körperwelten eða Body Worlds er heiti sýningar sem flutt er á milli staða reglulega þar sem sérstaklega meðhöndlaðir líkamar og líffæri eru til sýnis. Heilir mannslíkamar, stök líffærakerfi, líffæri og þversnið af líkömum eru plastaðir (e. plastination) og þeir notaðir sem sýningargripir (fáeina má snerta). Auk þess eru líkamar nokkurra dýra til sýnis (t.d. úlfaldi), þótt svo að mest megnis sé um mannslíkama og –líffærakerfi að ræða. Sumir sýningagripirnir sýna áhrif sjúkdóma á líkaman, svo sem áhrif liðagigtar á hnébein og dauða líkamsvefi eftir heilablóðfall. Á sýningunni má einnig sjá fóstur á hinum ýmsu stigum meðgöngu auk óléttrar konu. Sýningin var hugmynd þýsks líffærafræðings að nafni Gunther von Hagens sem fann upp á plöstunaraðferðinni sem notuð er. Nokkrar hliðstæðar sýningar eru til með öðrum sýningargripum svo sem Body Worlds 2 og 3.