Bodiam-kastali
Bodiam kastali er staðsettur í Austur-Sussex, Englandi. Hann var bygður árið 1385 af Sir Edward Dallingridge, formlegum riddara hjá Játvarði 3. Englandskonungi. Kastalinn er ótrúlega fallegur að sjá og afar merkileg bygging. Talið er að kastalinn hafi verið byggður í varnarlegum tilgangi til að hrinda burt hugsanlegum árásum Frakka. En kastalinn var samt frekar byggður til sýnis en sem raunverulegt varnartól.
Kastalinn minnir óneitanlega á sandkastala og er eflaust fyrirmynd margra slíkra. Ætla mætti að hann hefði verið mótaður af fötu og skóflu. Kastalinn er algerlega umlukinn síki. Suðurhlutinn hefur svokallaðan miðturn, eða postern turn. Til hægri frá postern turninum er aðalsalurinn. Kastalinn hefur hornturna á öllum fjórum hornum. Meirihlutinn af innri byggingu kastalans eyðilagðist í Enska borgarastríðinu. Norðurhlið kastalans hefur hliðvarðhús og brú. Hornturninn þar til hægri inniheldur síðan kapellu.
Kastalinn var orðinn niðurníddur þegar hann var endurbættur af Curzon lávarði og ánafnaði hann kastalanum til National Trust í Englandi árið 1926.
Tengt efni
breyta- Upplýsingar um Bodiam kastala hjá National Trust Geymt 16 janúar 2010 í Wayback Machine
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Bodiam castle“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. apríl 2006.
- Upplýsingar um Bodiam kastalann á heimasíðu National Trust Geymt 14 júní 2006 í Wayback Machine