Blómsúra
Blómsúra eða japanssúra (fræðiheiti Reynoutria japonica samheiti Fallopia japonica og Polygonum cuspidatum) er fjölær jurt af súruætt. Blómsúra eru upprunnin í Austur-Asíu, í Japan, Kína og Kóreu. Þessi tegund hefur breiðst út í Ameríku og Evrópu og er víða skilgreind sem ágeng tegund og illgresi. Blómsúra er vinsæl á meðal býflugnaræktenda. Ungir stilkar af blómsúru eru ætir og er þeim sums staðar safnað til átu en þeir bragðast eins og sambland af sítrónu og rababara.
Blómsúra | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blómsúruþykkni
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Reynoutria japonica |
Óheimilt er að flytja blómsúru (Fallopia japonica) til Íslands samkvæmt reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda nr. 583/2000