Blóðnasir
Blóðnasir (epistaxis) er það þegar það blæðir úr nefinu. Sumir fá aldrei blóðnasir á meðan aðrir fá þær reglulega við jafnvel minsta áreiti. Þeir sem fá blóðnasir reglulega fá þær oft á sama stað og á sömu hlið. Stundum er gripið til þess ráðs hjá þeim sem fá helst til oft blóðnasir að brenna húðina þar sem blæðingin myndast til þess að gera hana þykkari og fyrirbyggja þannig blóðnasir.
Blóðnasir geta verið einkenni á of háum blóðþrýstingi.