Blóðhundur
Blóðhundur, einnig þekktur sem St. Hubertshundur, er afbrigði stórra hunda sem hafa verið ræktaðir sérstaklega sem sporhundar. Yfirvöld nota víða blóðhunda til þess að þefa uppi strokufanga, týnd börn og fórnarlömb náttúruhamfara, svo sem jarðskjálfta og snjóflóða. Blóðhundar eru þekktir fyrir að geta fundið lykt sem er margra daga gömul og fylgt henni eftir langar leiðir. Þeir hafa næmasta lyktarskyn allra hunda. Blóðhundar eru gæfir og geðgóðir hundar.
Blóðhundur | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blóðhundur | ||||||||||
Önnur nöfn | ||||||||||
St. Hubertshundur | ||||||||||
Tegund | ||||||||||
Uppruni | ||||||||||
Belgía Frakkland | ||||||||||
Ræktunarmarkmið | ||||||||||
| ||||||||||
Notkun | ||||||||||
Sporhundur | ||||||||||
Lífaldur | ||||||||||
10-12 ár | ||||||||||
Stærð | ||||||||||
stór (58-69 cm) (36-50 kg) | ||||||||||
Tegundin hentar | ||||||||||
Vönum, virkum | ||||||||||
Aðrar tegundir | ||||||||||
Listi yfir hundategundir |
Stærð
breytaFullvaxnir rakkar vega um 36-50 kg og eru um 58-69 cm háir á herðakamb. Þeir eru stórbeinóttir og megnið af líkamsþyngd þeirra er fólgin í beinagrindinni.