Blóðbaðið í München

hryðjuverkaárás á sumarólympíuleikunum í Þýskalandi 1972
(Endurbeint frá Blóðbaðið í Munchen)

Blóðbaðið í München var hryðjuverkaárás á sumarólympíuleikunum í München, Þýskalandi, árið 1972 þegar átta meðlimir palestínsku skæruliðasamtakkanna Svarta september tóku 11 ísraelska íþróttamenn í gíslingu. Árásin leiddi til dauða allra ellefu gíslanna, eins þýsks lögreglumanns og fimm af átta hryðjuverkamönnunum þegar þýska lögreglan reyndi að stöðva hryðjuverkamennina á Riem flugvellinum nálægt Munchen. Síðar tók ísraelska leyniþjónustan, flesta forsprakkana af lífi, nema einn, Jamal Al-Gashey.

Byggingin þar sem gíslatakan fór fram

Það er öruggt að segja að hryðjuverkamennirnir náðu því fram sem þeim var ætlan; nefnilega að beina athygli umheimsins að baráttunni milli Ísrael og Palestínumanna. Einnig líta margir þannig á að með með gíslatökunni, og því sem á eftir kom, hafi verið sleginn nýr og dekkri tónn í alþjólegum hryðjuverkum.