Blámalaukur (fræðiheiti: Allium beesianum)[1] er tegund af laukplöntum ættuð frá suður Kína (Yunnan og Sichuan). Hann vex á hlíðum og engjum í 3000–4200 m. hæð.[2]

Blámalaukur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. beesianum

Tvínefni
Allium beesianum
W.W. Sm.

Allium beesianum myndar sívala lauka að 10 mm í þvermál. Blómstöngullinn er rörlaga, að 60 sm hár. Blómskipunin virkar hálfkúlulaga úr fjarlægð. Blómin eru blá.[2][3][4]

Tilvísanir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.