Blái drengurinn er olíumálverk sem breski listamaðurinn Thomas Gainsborough málaði um 1770 og er líklega þekktasta verk hans. Talið er að drengurinn á málverkinu sé Jonathan Buttall, sonur auðugs ensks kaupmanns.

Blái drengurinn.

Verkið var í eigu Buttalls þar til hann varð gjaldþrota árið 1796 en var þá selt og komst í eigu jarlsins af Grosvenor árið 1809. Afkomendur hans seldu verkið árið 1921. Þá eignaðist það bandaríski járnbrautafrumkvöðullinn og auðmaðurinn Henry Edward Huntington, sem greiddi fyrir það 182.200 sterlingspund, hæsta verð sem þá hafði verið greitt fyrir nokkurt málverk. Verkið var flutt til Bandaríkjanna ári síðar og er nú í Huntington-safninu í San Marino í Kaliforníu.

Eftirprentanir af Bláa drengnum og útsaumsmyndir gerðar eftir málverkinu hafa lengi verið vinsælt stofustáss á íslenskum og erlendum heimilum.

Heimildir breyta