Bláhvelja (fræðiheiti: Aurelia aurita) er tegund marglytta sem finnst meðal annars við Ísland. Bláhvelja er nánast glær og þekkist á fjórum skeifulaga kynkirtlum sem sjást þegar horft er ofan á hveljuna. Þó er erfitt að greina bláhvelju frá skyldum tegundum af Aurelia-ættkvíslinni og til þess þarf yfirleitt að gera DNA-próf.

Bláglytta
Bláglytta
Bláglytta
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Holdýr (Cnidaria)
Flokkur: Stórhveljur (Scyphozoa)
Ættbálkur: Skálhveljur (Semaeostomeae)
Ætt: Ulmaridae
Ættkvísl: Aurelia
Tegund:
Bláhvelja (A. aurita)

Tvínefni
Aurelia aurita

Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Bláhvelja lifir í Norður-Atlantshafi. Hún finnst meðfram ströndum Evrópu og Norður-Ameríku þar sem hún sækir helst í víkur, strendur og sjávarlón.

Bláhvelja er algeng við Ísland og er skaðlaus.[1]

Vistfræði

breyta

Bláhveljur lifa að mestu á svifi, þar á meðal á lindýrum, krabbadýrum, lirfum möttuldýra, hjóldýrum, ungum burstaormum, kúsilþörungum, ýmsum eggjum og öðrum smáum lífverum. Stundum éta þær önnur hveldýr eða kambhveljur. Bláhveljur nota stingfrumur til að veiða bráð og vernda sig gegn afræningjum.

Bláhveljur innihalda hátt hlutfall fjölómettaðra fitusýra og þær eru því gjarnan étnar af rándýrum. Helstu afræningjar bláhvelja eru tunglfiskur, leðurskjaldbökur, aðrar hveljur og frumdýr.

Tilvísanir

breyta
  1. Vistey (án árs). Marglyttur. Sótt 22. janúar 2021.