Burstaormar
Burstaormar eða Burstormar, (fræðiheiti:Polychaeta) eru hryggleysingjar af fylkingu liðorma. Þeir eru eitt algengasta dýrið á sjávarbotni hér við land og getur verið mörg þúsund burstaormar á hvern fermetra. Af þeim eru til meira en 6 þúsund tegundir sem flestar eru minni en 10 millimetrar á lengd en þó eru til stærri og allt upp í risaskera sem getur orðið nokkrir tugir sentimetra á lengd. Aðrir liðormar eru ánamaðkar (Oligochaeta) og iglur (Hirudinea).
Burstormar | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Mynd sem sýnir fjölbreitta fánu burstorma eftir M.J. Schleiden (1804–1881).
| ||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||
| ||||||
Subclasses | ||||||
Útlit
breytaBurstormar einkennast, eins og aðrir liðormar, af því að hafa liðskiptan búk en einnig á fóttotum og áberandi burstum sem þeir draga nafn sitt af. Fóttoturnar og burstarnir geta verið af ýmsum stærðum og gerðum eftir tegundum. Þeir eru til í margskonar litum og líkamsbygging tegunda margbreytilegar þótt þeir hafi allir þessi grunneinkenni. Höfuð þeirra er tiltölulega vel þróað í samanburði við aðra liðorma. Á höfðinu eru venjulega tvo til fjögur pör af augum þótt sumar tegundir geti verið blindar. Augun er tiltölulega einföld og greina aðeins ljós og myrkur en sumar tegundir hafa stór augu með linsur sem veitir þeim færi á flóknari sýn. Á höfðinu er einnig par af skynjurum líkt og loftnet og önnur skynfæri sem hjálpa ormunum að leita matar. Munnur burstaorma er mismunandi eftir mataræði þeirra því sumar tegundir eru rándýr aðrar sníkjudýr, grasætur, rotverur eða síarar. Almennt hafa þeir hinsvegar eitt par af kjálkum og koki sem ormurinn getur snúið á augabragði út og aftur inn. Þetta gerir orminum kleyft að grípa mat og draga hann inn í munninn. Hjá sumum tegundum hefur kokinu verið breytt í rana.
Ytra yfirborð búksins samanstendur af einföldum þekjuvef sem fellur undir þunnt lag af lifandi vef. Undir yfirborði búksins er þunnt lag af bandvef, lag af hringlaga vöðva, lag af langsum vöðva og lífhimna sem umlykur líkamsholið. Aðrir vöðvar sjá um hreyfa bifár sem notuð eru í flutning, skynja tilfinningar og í öndun. Í flestum tegundum er líkamsholinu skipt í aðskild hólf með lífhimnu milli hvers hluta en í sumum tegundum er það meira samfellt. Meltingarvegurinn er einfalt rör, yfirleitt með smá maga einhverstaðar á rörinu.
Flestar tegundir hafa ytri tálkna til öndunar en minnstu tegundirnar og þær sem eru aðlagaðar því að grafa holur skortir hann, þær tegundir anda aðeins í gegnum yfirborð líkamans. Venjulega er einfalt blóðrásarkerfi til staðar, þar sem það eru tvær megin æðar og svo smærri æðar sem koma blóðinu til þarma og skynfæra. Blóðið flæðir fram í baklægri æð fyrir ofan meltingarveginn og skilar sér til baka í kviðlægri æð sem er undir þörmunum. Sjálfar hafa æðarnar samdráttaráhrif sem hjálpa til við að ýta blóðinu áfram svo flestar tegundir hafa ekki þörf á hjarta en auðvitað er til undantekningar við því. Taugakerfið samanstendur af einni eða tveim kviðlægum taugaleiðslum endilöngum eftir líkamanum með röð af litlum taugum út frá þeim. Heilinn er tiltöulega stór samanborið við aðra liðorma og liggur í efri hluta höfuðsins.
Lífshættir
breytaBurstaormar geta lifað við margbreytilegustu aðstæður. Finnast um allan heim og í höfum frá yfirborði niður í dýpstu myrkur sjávar og frá köldustu höfum til funheitra neðansjávar jarðvarmastúta. Aðeins fáar tegundir finnast þó í ferskvatni.
Flestir eru þeir þó botnlægar sjávarlífverur sem grafa sig niður í leirur og set og lifa rán- eða grotlífi. Oft grafa þeir sér U-laga göng í botninn og lifa ofan í þeim göngum, með höfuðið við annan munnann en halann við hinn. Þannig er til dæmis sandmaðkurinn sem er mjög algengur á leirum við Ísland og má þekkja hvar göngin hanns eru á saurhrúgum sem myndast við holu hanns þeim megin sem halinn er. Algengustu burstaormarnir eru þó þeir sem skríða meðfram botninum en sumir hafa aðlagað sig öðrum aðstæðum og grafa sig niður, synda, lifa líkt og uppsjávarfiskar eða lifa í röri allt sitt líf.
Hreisturbakur
breytaHreisturbakur (Polynoinae) er ein af mörgum tegundum burstaorma. Heilstu einkenni þeirr eru að þeir hafa hreisturplötur sem hylja bakið. Oftast eru þeir flatvaxnir og 3-7 cm á lengd. Hreisturplöturnar skarast og liggja í tveimur röðurm eftir bakinu á orminum og fer fjöldi plata eftir því um hvaða tegund er verið að ræða. Plöturnar eru festar við bak ormsins með stilk og myndast holrúm undir þeim, í holrúminu er tálkn. Meðfarm hliðunum standa burstarnir út undan hreistiplötunum, hreistrið er brúnleitt eða gráleitt.
Hreisturbakar eru botnsýr og finnast allt í krignum landið. Þeir lifa neðarlega í fjörum og finnast oftast undir steinum. Þeir eru rándýr og lifa aðallega á smáum krabbadýrum (botnkrabbaflóm og marflóm) og öðrum minni burstaormum. Á höfðinu hafa þeir kröftugan rana með sterkum kjálkum fremst. Þegar þeir sjá bráð í færi eru þeir eldsnöggir að skjóta rananum í átt að bráðinnu og grípa hana með kjálkunum. (Fjaran og hafið, e.d.)
Snúðormur
breytaSnúðormar (Spirorbis spp) eru frekar litlir burstaormar sem lifa inni í hringlafa kalkrörum sem eru föst við steina, þörunga eða skeldýr, oftast 3-4 mm í þvermál. Dýrin liggja inni í rörinu alla ævi, þau eru liðskipt með um 30 liði og krans af fæðuöngum frems á höfðinu. Á sama stað hefur ormurinn loka sem hann notar til að loka fyrir endann á rörinu.
Í fjörum og grunnum sjór hér við land eru nokkrar tegundir af snúðormum. Hver tegund heldur sig í sýni heimkynni, ein tegund er í þangi, önnur á steinum og sú þriðja á kóralþangi svo eitthvað sé nefnt. Snúð ormar lifa á lífrænum ögnum og svifþörungum sem þeir grípa með greinóttum fæðuöngum sínum. (Fjaran og hafið, e.d.)
Nytjar
breytaEkki er vitað til þess að burstaormar séu nýttir hér á landi nema sem beita enda eru þeir mikilvæg fæða fyrir ýmsa nytjafiska líkt og ýsu og flatfisk.
Heimildir
breyta- Encyclopedia of life. (e.d.). Polychaeta - Bristle Worms. Sótt 22. september 2014 af http://eol.org/pages/84/overview
- Fjaran og hafið. (e.d.). Burstaormar. Sótt 21. september 2014 af: http://www1.nams.is/hafid/lif_myndir_tegund.php?id=12&pn=1
- Hreiðar Þór Valtýsson. (2011). Liðormar. Vistey – Biodiversity in Arctic Waters. Sótt 1. október 2014 af: http://vistey.is/is/lieormar Geymt 9 apríl 2016 í Wayback Machine
- Jón Már Halldórsson. (2000). „Hvað er burstaormur“. Vísindavefurinn. Sótt 21. september 2104: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=965
- Wikipedia - The Free Encyclopedia. (Síðast breytt 31. júlí 2014). Sótt 21. september 2014 af: https://en.wikipedia.org/wiki/Polychaete