Bjarg (stúlknaheimili)
(Endurbeint frá Bjarg (stúlknaheimli))
Bjarg (eða Stúlknaheimilið Bjarg) var heimili fyrir stúlkur að Melabraut 10 á Seltjarnarnesi. Heimilið var rekið af Hjálpræðishernum og starfaði á árunum 1965 til 1967. Margar stelpur sem voru vistmenn að Bjargi hafa lýst því yfir að illskan hafi ráðið lögum og lofum innan heimilisins. [1] Einn vistmaður sagði að sumar stúkurnar hefðu selt sig út úr neyð og það virtum mönnum í samfélaginu. [2]
Flestir starfsmenn Bjargs voru norskar Hjálpræðisherskonur. En einnig Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Hún var spurð að því árið 1965, árið sem heimilið opnaði, hvernig stofnun þetta yrði, og sagði þá: „Í alla staði verður leitast við að hér verði um heimili en ekki stofnun að ræða, heimili, sem veitir stúlkunum kærleiksríkan og góðan aga.“ [3]
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Illskan á Bjargi var svo mikil; grein af DV 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2011. Sótt 25. október 2011.
- ↑ „Ömurleg vist á Bjargi; grein af DV 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2011. Sótt 27. október 2011.
- ↑ Stúlknaheimili Hjálpræðishersins að taka til starfa; grein í Morgunblaðinu 1965