Björgólfur Hideaki Takefusa
Björgólfur Hideaki Takefusa (f. 11. maí 1980) er íslenskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði í stöðu sóknarmanns. Hann er af japönskum, bandarískum og íslenskum ættum. Björgólfur hóf feril sinn hjá Þrótti Reykjavík og var þeim drjúgur í baráttunni í 1. deild, en hann skoraði mörg mörk í þeim leikjum sem hann spilaði í, en hann var einnig í námi í Bandaríkjunum. Björgólfur fékk gullskóinn árið 2003, en þá féll Þróttur úr efstu deild. Björgólfur skipti yfir í Fylki það ár og spilaði með þeim í 2 ár. Hann gekk til liðs við KR í október árið 2005 og skoraði 50 mörk fyrir liðið í 90 leikjum í A-deild. Björgólfur hefur spilað 3 landsleiki með íslenska landsliðinu. Eftir að Rúnar Kristinsson tók við liði KR fékk Björgólfur færri tækifæri hjá liðinu og skipti yfir í Víking Reykjavík eftir lok tímabils 2010.
Björgólfur Takefusa | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Björgólfur Hideaki Takefusa | |
Fæðingardagur | 11. maí 1980 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Hæð | 1,80 m | |
Leikstaða | Framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Víkingur | |
Númer | - | |
Yngriflokkaferill | ||
Þróttur | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2001–2004 | Þróttur | 37 (20) |
2004–2005 | Fylkir | 28 (13) |
2006-2010 | KR | 90 (50) |
2010- | Víkingur | 0 (0) |
Landsliðsferill2 | ||
2003- | Ísland | 3 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Afi Björgólfs Takefusa, eða réttara sagt fósturfaðir móður hans, er Björgólfur Guðmundsson, viðskiptamaður og fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Hálfsystir Björgólfs er fyrrum sjónvarpskonan Dóra Takefusa.