Biskupslaug í Hjaltadal
Biskupslaug í Hjaltadal er lítil hlaðin laug í landi Reykja innst í Hjaltadal, hringlaga með hellulagðan botn og voru frá fornu fari setpallar út úr vegghleðslunni. Þarna er sagt er að biskuparnir á Hólum hafi baðað sig á miðöldum, en um 10 kílómetra leið er frá Hólum að Reykjum.[1] Svokölluð Vinnufólkslaug (Hjúalaug) var þar skammt frá, stærri en mun kaldari og óvistlegri.[2] Biskupslaug er friðlýst.
Heimildir
breyta- ↑ „Sarpur.is - Laug“. Sarpur.is. Sótt 7. október 2024.
- ↑ Haukur Jóhannesson; Ragna Karlsdóttir (desember 1976). „Jarðhitakönnun í hjaltadal“ (PDF). Orkustofnun Jarðhitadeild.