Biskupslaug í Hjaltadal

Biskupslaug í Hjaltadal er lítil hlaðin laug í landi Reykja innst í Hjaltadal, hringlaga með hellulagðan botn og voru frá fornu fari setpallar út úr vegghleðslunni. Þarna er sagt er að biskuparnir á Hólum hafi baðað sig á miðöldum, en um 10 kílómetra leið er frá Hólum að Reykjum. Svokölluð Vinnufólkslaug (Hjúalaug) var þar skammt frá, stærri en mun kaldari og óvistlegri. Biskupslaug er friðlýst.

Tenglar breyta

   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.