Platycladus orientalis
Platycladus orientalis[3][4][5] er sígrænt tré ættað frá norðaustur Asíu.
Platycladus orientalis | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Platycladus orientalis í náttúrulegu umhverfi Simatai, Kínamúrnum
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Platycladus orientalis (L.) Franco[2] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Thuja orientalis var. argyi Lév. & Lemée |
Orðsifjar
breytaÆttkvíslarheitið Platycladus þýðir "með breiða eða útflatta sprota". Seinna nafnið: orientalis vísar til að hún komi frá Kína (austurlöndum).[6]
Lýsing
breytaÞetta er sígrænt, hægvaxta, lítið tré, um 15 – 20 m hátt og 0,5 m í þvermál (mjög gömul tré einstaka sinnum 30 m hátt og 2 m í þvermál). Smágreinar útbreiddar í einum fleti, með hreisturlík blöð 2 – 4 mm löng, sem eru skærgræn en geta orðið brún eða koparlit að vetri. Könglarnir eru 15 - 25 mm langir, grænir óþroskaðir og verða brúnir við þroska, 8 mánuðum eftir frjóvgun, og eru með 6–12 þykkar köngulskeljar í gagnstæðum pörum. Fræin eru 4 til 6 mm löng, vænglaus. Greinarnar eru tiltölulega stuttar, og yfirleitt skarpt uppsveigðar. Börkurinn er brúnleitur, í mjóum láréttum renningum.[7]
Útbreiðsla
breytaHún er ættuð frá norðvestur Kína, en erfitt er að greina í sundur svæði þar sem tegundin vex náttúrulega frá þeim sem hún hefur verið flutt til.[8][9] Hún finnst í Manchuria, austast í Rússlandi (Amur og Khabarovsk), og er nú ílend í Kóreu, Japan, Indlandi og Íran einnig. Hún er einnig ræktuð víða annarsstaðar í heiminum.[10]
Nytjar
breytaTegundin er þurrkþolin, og oft ræktuð til skrauts, bæði í heimalandinu, þar sem það er tengt langlífi og lífsorku, og víða annarsstaðar í tempruðu loftslagi.[11][12]
Viðurinn er notaður í hofum búddista, bæði til bygginga og sem reykelsi.
Myndir
breyta-
Vaxtarlag ungrar plöntu
-
Platycladus orientalis, Morton Arboretum acc. 168-53#3[13]
-
Fullvaxin tré
-
Fullvaxið tré
-
Óþroskaðir könglar
-
Óþroskaðir könglar
-
Þroskaðir könglar, fræin eru sýnileg
-
Þroskaðir könglar
-
P. orientalis 'Rosedalis'
-
Barr P. orientalis 'Rosedalis'
-
P. orientalis 'Semperaurea' að vetri
Tilvísanir
breyta- ↑ Farjon, A. (2013). „Platycladus orientalis“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T31305A2803944. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T31305A2803944.en. Sótt 13. desember 2017.
- ↑ Platycladus orientalis". Geymt 9 júlí 2019 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
- ↑ Franco, 1949 In: Portugaliae Acta Biol., sér. B, Sist. Vol. "Julio Henriques": 33.
- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
- ↑ "Platycladus orientalis". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
- ↑ Harrison, Lorraine (2012). RHS Latin for gardeners. United Kingdom: Mitchell Beazley. bls. 224. ISBN 9781845337315.
- ↑ Kremer BP, Trees, Editorial Blume, Barcelona, 1986, Thuja orientalis L., p. 78
- ↑ "Platycladus". Geymt 22 apríl 2019 í Wayback Machine World Checklist of Selected Plant Families (WCSP). Royal Botanic Gardens, Kew.
- ↑ Fu, Liguo; Yu, Yong-fu; Adams, Robert P.; Farjon, Aljos. "Platycladus orientalis". Flora of China. 4 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
- ↑ Armin Jagel, Veit Martin Doerken: Morphology and morphogenesis of the seed cones of the Cupressaceae - part II: Cupressoideae. Bull. CCP 4 (2), 2015, pp. 51-78
- ↑ „RHS Plant Selector - Platycladus orientalis 'Aurea Nana'“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 nóvember 2013. Sótt 27. maí 2013.
- ↑ „AGM Plants - Ornamental“ (PDF). Royal Horticultural Society. júlí 2017. bls. 79. Sótt 2. maí 2018.
- ↑ Cirrus Digital: Platycladus orientalis Morton Arboretum accession 168-53#3
Viðbótarlesning
breyta- Gymnosperm Database - Platycladus orientalis
- Arboretum de Villardebelle - Platycladus cone photos
- Conifers Around the World: Platycladus orientalis - Oriental Arborvitae Geymt 29 september 2013 í Wayback Machine.