Bikarkeppni FRÍ
Bikarkeppni FRÍ (Frjálsíþróttasamband Íslands) er mót sem hefur verið haldið á hverju ári frá 1966 að árinu 2015 undanskildu, en það ár var ákveðið að fella niður keppnina sökum þess að einungis 2 lið höfðu skráð sig til leiks.
Í bikarkeppni í frjálsum sendir hvert lið einn keppanda í hverja grein og hver keppandi má einungis taka þátt í tveimur greinum auk boðhlaups. Hver keppandi fær stig, og eru stigin veitt þannig að fyrsti maður fái jafnmörg stig og þátttökuliðin eru mörg, annar maður einu stigi færra o. s. frv.
Þrátt fyrir að keppnin hafi verið haldin í 53 skipti hafa einungis 5 lið unnið hana, þ.e. KR (5 sinnum), UMSK (1), ÍR (25), FH (20) og HSK (2). ÍR-ingum hefur oftast tekist að vinna keppnina í röð, en þeir unnu bikarinn 16 sinnum í röð frá árinu 1972 - 1987. FH-ingar voru nálægt því að jafna það met, en þeir unnu bikarinn 15 sinnum í röð á árunum 1994 - 2008
Saga
breytaSigurvegarar eftir árum í töflu og svo sigurvegarar sýndir á tímalínu.
Ár | Nr. | Bikarmeistarar |
1966 | 1 | KR |
1967 | 2 | KR |
1968 | 3 | KR |
1969 | 4 | KR |
1970 | 5 | KR |
1971 | 6 | UMSK |
1972 | 7 | ÍR |
1973 | 8 | ÍR |
1974 | 9 | ÍR |
1975 | 10 | ÍR |
1976 | 11 | ÍR |
1977 | 12 | ÍR |
1978 | 13 | ÍR |
1979 | 14 | ÍR |
1980 | 15 | ÍR |
1981 | 16 | ÍR |
1982 | 17 | ÍR |
1983 | 18 | ÍR |
1984 | 19 | ÍR |
1985 | 20 | ÍR |
1986 | 21 | ÍR |
1987 | 22 | ÍR |
1988 | 23 | FH |
1989 | 24 | ÍR |
1990 | 25 | HSK |
1991 | 26 | FH |
1992 | 27 | FH |
1993 | 28 | HSK |
1994 | 29 | FH |
1995 | 30 | FH |
1996 | 31 | FH |
1997 | 32 | FH |
1998 | 33 | FH |
1999 | 34 | FH |
2000 | 35 | FH |
2001 | 36 | FH |
2002 | 37 | FH |
2003 | 38 | FH |
2004 | 39 | FH |
2005 | 40 | FH |
2006 | 41 | FH |
2007 | 42 | FH |
2008 | 43 | FH |
2009 | 44 | ÍR |
2010 | 45 | ÍR |
2011 | 46 | ÍR |
2012 | 47 | ÍR |
2013 | 48 | ÍR |
2014 | 49 | ÍR |
2016 | 50 | FH |
2017 | 51 | ÍR |
2018 | 52 | ÍR |
2019 | 53 | FH |
Heimildir
breyta- ↑ „Níu lið skráð til keppni í 50. Bikarkeppni FRÍ á Laugardalsvelli“. Fri.is. 6. ágúst 2016. Sótt 25. júlí 2019.
- ↑ „Þráinn: Erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár - Vísir“. visir.is. Sótt 25. júlí 2019.
- ↑ „45. Bikarkeppni FRÍ um helgina“. Fri.is. 12. ágúst 2010. Sótt 25. júlí 2019.
- ↑ „ÞÓR - Mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands“. 82.221.94.225. Sótt 25. júlí 2019.