Berglind Björnsdóttir
Berglind Björnsdóttir (f. 1968) er ljósmyndari.
Menntun
breytaBerglind er fædd og uppalin á Íslandi en hefur einnig búið í Flórída í Bandaríkjum. Hún hóf tveggja ára nám í ljósmyndun við Brevard Community College í Flórída árið 1990. Árið 1992 fluttist Berglind til Arizona þar sem hún hóf B.A. nám í ljósmyndum við Arizona State University og útskrifaðist þaðan 1994. Eftir 10 ára hlé frá námi hóf Berglind nám við Kvikmyndaskóla Íslands, árið 2004.[1]
Verk og sýningar
breytaFyrsta einkasýning Berglindar var árið 2000 á Hárlist.is í Reykjavík. Sama ár hélt hún aðra sýningu í Gallery Alexie í listahverfinu Chelsea-hverfinu í New York. Aðrar sýningar Berglindar sem eru m.a. 2001 Space Odyssey sem var haldin í Listhúsi Ófeigs árið 2001, Trufluð tilvera í Gallerí Skugga árið 2002 og Hringrás í Hafnarhúsinu árið 2003.[2]
Hún hefur tvisvar tekið þátt í samsýningum í Gerðarsafninu í Kópavogi, einnig á Ljósmyndasafni Íslands. Árið 2010 fékk Berglind styrk úr Menningarsjóði Magnúsar Ólafssonar til að gera ljósmyndabók um íslenskar konur, Modern Icelandic Woman.[3] Berglind ferðaðist um allt land og tók myndir af íslenskum konum allt frá 18 að 88 ára aldri. Konurnar voru myndaðar heima hjá sér eða á stað sem tengist þeim á einhvern hátt.. Bókin vakti nokkra athugli og var afraksturinn kynntur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með sýningunni Kona árið 2012.
Tilvitnanir
breyta- Ljósmyndasafn Reykjavíkur. 2012. Berglind Björnsdóttir - Kona. Sótt 10. október 2013 af http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/kona/[óvirkur tengill]
- BB Photo. 2013. About. Sótt þann 10. október af http://www.berglindbjorns.com/about
- Artótek - Listhlaða í Borgarbókasafninu. 2013. Berglind Björnsdóttir. Sótt 10. október af http://www.artotek.is/artotek/Listamadur/101 Geymt 12 júní 2013 í Wayback Machine
- BB Photo. 2013. Resume of Berglind Björnsdóttir. Sótt þann 10. október af http://internet.is/bbphoto/cv.html
- ↑ http://www.berglindbjorns.com/about
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júní 2013. Sótt 11. október 2013.
- ↑ Berglind Björnsdóttir, Modern Icelandic Woman, (Reykjavík: BB, 2014)