Benedikt frá Núrsíu
Heilagur Benedikt frá Núrsíu (um 480 – 543) er stofnandi vestræns klausturlífs. Við hann er kennd regla heilags Benedikts sem var stofnuð þegar hann setti á fót klaustur á Monte Cassino á Ítalíu árið 529.
Hann var tekinn í dýrlinga tölu árið 1220. Það eina sem vitað er um ævi hans er haft eftir Samræðum Gregoríusar mikla.