Sunnbær
(Endurbeint frá Sumba)
Sunnbær (færeyska: Sumba, eldra færeyskt nafn: Sunnbøur, danska: Sumbø) er syðsta byggð á Suðurey og í Færeyjum. Íbúar voru 237 árið 2016. Í sveitarfélaginu Sunnbæ eru hins vegar um 350. Hefð er fyrir keðjudansi og söng í Sunnbæ. Poul F. Joensen (1898–1970), frægt færeyskt ljóðskáld, er fæddur í bænum. Árið 1997 voru gerð göng norður til Lopra. Þar með var auðveldara fyrir Sunnbæinga að fara til Vogs og Þvereyrar. Beinisvørð eru þverhnípt björg sunnan við þorpið.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Sunnbær.
Fyrirmynd greinarinnar var „Sumba“ á færeysku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. jan. 2019.