Bavíanar

(Endurbeint frá Bavíani)

Bavíanar eru meðalstórir prímatar af ættkvíslinni papio sem lifa í Afríku (fyrir utan mestalla Sahara, Madagaskar og smáeyjar). Til eru fimm tegundir bavíana: Gulbavíani, fjallabavíani, ólífubavíani, gíneubavíani og hamadrýasbavíani. Áður voru geladabavíani, mandríll og dríll taldir til sömu ættkvíslar.

Bavíani

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Fremdardýr (Primates)
Undirættbálkur: Haplorhini
Innættbálkur: Simiiformes
Ætt: Stökkapar (Cercopithecidae)
Ættflokkur: Papionini
Ættkvísl: Papio
Tegund:
Útbreiðslukort
Útbreiðslukort
Ólívubavíani.
Hamadrýasbavíani
Hópur bavíana.
Ólívubavíani með unga.

Lýsing

breyta

Bavíanar eru alætur en eru sérlega hrifnir af ávöxtum. Þeir geta ráðist á smærri spendýr og fugla. Þeir lifa á grassléttum, gisnum skógi og í hæðum. Þeir eru með þykkan feld og langt trýni líkt og hundar.

Allir bavíanar lifa í hópum frá 5 til 250 einstaklinga (oft uma 50 talsins). Grunneining þeirra byggir á hóp nátengdra kvendýra með mörgum kynþroska karldýrum. Kvendýr innan hópsins mynda bandalög við skyldmenni sín til að draga úr áreiti annarra kvendýra og tryggja stöðu sína innan hópsins. Þetta veldur því að mikil stéttaskipting er til staðar og gengur samfélagsstaðan í ættir, en dætur fá sömu stöðu innan hópsins og mæður þeirra. Sum kvendýr mynda einnig sérstök tengsl við einstök karldýr, það er kvendýrið og afkvæmi þess eiga í vinalegu sambandi við ákveðið karldýr þó að kvendýrið sé ekki tilbúið til æxlunar. Þetta gera kvendýrin að öllum líkindum til þess að verja sig ágangi annarra karldýra og til að fá aukna vernd fyrir afkvæmi sín. Kvendýr þessara bavíana flytjast ekki milli hópa heldur eyða ævinni í nánum tengslum við ættingja sína. Þegar karldýrin verða fullþroska flytja þau sig hins vegar úr fæðingarhóp sínum og sameinast nýjum hóp. [1]

Tegundir

breyta
  • Ólífubavíani (Papio anubis) hefur stærsta útbreiðslusvæði allra bavíana og finnst allt frá Eþíópíu og Tansaníu suður til Malí, en einnig til fjalla á Saharasvæðinu.
  • Gulbavíani (Papio cynocephalus) er í Austur-Afríku frá Kenía og Tansaníu til Simbabve og Botsvana.
  • Hamadrýasbavíani (Papio hamadryas). Hamadrýasbavíanar lifa á þurrkasvæðum Eþíópíu, Súdan, Sómalíu og á vesturströnd Suður-Arabíu. Þeir hafast við í skógum og á gresjum yfir daginn og eyða nánast öllum tíma sínum á jörðu niðri. Mikill munur er á stærð kynjanna, en fullorðið karldýr er um það bil tvisvar sinnum stærra en fullorðið kvendýr. Grunneiningar félagskerfis hamadrýasbavíana samanstanda af einu karldýri og 2-5 kvendýrum með afkvæmi sín. Félagskerfi hamadrýasbavíana hefur stundum verið kallað ,,martröð feministans“, þar sem karldýrið stjórnar hegðun kvendýrsins með árásargjarnri hegðun, svokallaðri smölun (e. herding).
  • Fjallabavíani (Papio ursinus): Lifir í suðurhluta Afríku, allt frá Angóla, Sambíu og Mósambík til Suður-Afríku.
  • Gíneubavíani (Papio papio): Lifir í Vestur-Afríku.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Baboon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. des. 2016.

Tilvísanir

breyta
  1. Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra? Vísindavefur, skoðað 13. des. 2016.