Barry Lee Nettles var bandarískur körfuknattleiksmaður sem lék með Njarðvík í efstu deild karla á áttunda áratugnum. Hann var einn af fyrstu erlendu leikmönnunum til að spila með íslensku félagsliði í körfuknattleik.

Barry Nettles
Upplýsingar
Fæðingardagur
Fæðingarstaður    Bandaríkin
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1970
1972
Njarðvík
Njarðvík

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 27. júlí 2018.

Körfuknattleiksferill

breyta

Nettles stundaði nám við Collegeville-Trappe menntaskólann í Pennsylvaníu áður en hann kom til Íslands.[1] Hann kom hingað til lands sem skiptinemi á vegum nemendaskipta Þjóðkirkjunnar, ICYE,[2] og hóf fljótlega að æfa með Njarðvík. Hann var einn af bestu leikmönnum Njarðvíkur og einn af stigahæstu leikmönnum deildarinnar.[3] 14. febrúar tryggði hann Njarðvík 1 stigs sigur á Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur (KFR) er hann skoraði úr tveimur vítum þegar 4 sekúndur voru eftir af leik liðanna.[4]

Njarðvík endaði jafnt að stigum og KFR í 4-5. sæti og spiluðu liðin því aukaleik um hvort þeirra myndi enda í fjórða sæti og mæta ÍR í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. KFR sigraði leikinn örugglega, 78-64, þrátt fyrir 26 stig frá Nettles.[5]

Nettles átti sinn besta leik fyrir Njarðvík í bikarkeppninni í júlí á móti KR er hann skoraði 37 stig í 60-79 tapi Njarðvíkinga.[6]

Hann gekk aftur til liðs við Njarðvík haustið 1972[7] Hann lék í fyrsta leik liðsins á Íslandsmótinu á móti Þór Akureyri þann 2. desember[8] þar sem hann skoraði 9 stig.[9] Nettles hélt fljótlega eftir þetta til Bandaríkjanna í jólafrí en kom ekki aftur til landsins eftir áramót eins og búist hafði verið við.[10]

Tölfræði á Íslandi

breyta
Tímabil Lið Keppni Leikir Stig Stig/leik
1970 Njarðvík Deildarkeppni 10 165 16,5
Njarðvík Umspil 1 26 26,0
Njarðvík Bikarkeppni 1 37 37,0
1972-1973 Njarðvík Deildarkeppni 1 9 9,0
Samtals 13 237 18,2

Tónlist

breyta

Nettles samdi nokkra texta á plötu Magnúsar Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar er kom út árið 1972.[2][11]

Heimildir

breyta
  1. „Farewell party given for Barry Nettles“. The Mercury (enska). 27 ágúst 1969. Sótt 27. janúar 2020.
  2. 2,0 2,1 „Hæggeng hljómplata með Magnúsi og Jóhanni“. Tíminn. 28. maí 1972. bls. 6. Sótt 27. júlí 2018.
  3. „Staðan og stig“. Alþýðublaðið. 11. mars 1970. bls. 13. Sótt 27. júlí 2018.
  4. „Ármann tapaði tvisvar með 1 stigi“. Alþýðublaðið. 17. febrúar 1970. bls. 12, 15. Sótt 27. júlí 2018.
  5. „KFR í úrslit“. Vísir. 18. mars 1970. Sótt 27. júlí 2018.
  6. „KR vann auðveldan sigur gegn UMFN“. Morgunblaðið. 8. júlí 1970. Sótt 27. júlí 2018.
  7. „Óvænt úrslit í fyrstu leikjum íslandsmótsins“. Tíminn. 5. desember 1972. bls. 16. Sótt 27. júlí 2018.
  8. „Hittnin í lágmarki“. Morgunblaðið. 5. desember 1972. bls. 40. Sótt 27. júlí 2018.
  9. „1. deild í körfuknattleik Þór - U.M.F.N.“. Alþýðumaðurinn. 19. desember 1972. bls. 4. Sótt 27. júlí 2018.
  10. „Ungu mennirnir reyndir“. Morgunblaðið. 25. janúar 1973. bls. 31. Sótt 27. júlí 2018.
  11. „Fyrsta platan með Magnúsi og Jóhanni“. Alþýðublaðið. 30. maí 1972. Sótt 27. júlí 2018.