Barnaréttur
Barnaréttur er fræðasvið undir fjölskyldurétti er snýr að málefnum barna, þá einkum faðerni, forsjá, umgengni, ættleiðingar og tæknifrjóvgun. Réttarsviðið barnaverndarréttur flokkast undir barnarétt. Áður fyrr var litið á börn sem viðhengi foreldra þeirra en ekki einstaklinga, en mikil þróun var frá þeirri nálgun með Barnasáttmálanum.