Faðerni er réttarástand er kveður á um tiltekinn aðili skuli teljast faðir barns að lögum. Athuga skal að barn í þessu samhengi er í merkingunni ‚niðji‘, en ekki á grundvelli aldurs. Ferlið þar sem faðerni að lögum er ákvarðað kallast feðrun.

Íslenskur réttur breyta

Börn geta verið feðruð með ýmsum hætti að íslenskum lögum: Með sjálfvirkri feðrun, faðernisviðurkenningu, í tilviki tæknifrjóvgunar, með ættleiðingu, eða með dómi. Til að hnekkja sjálfvirkri feðrun eru höfðuð vefengingarmál, en ógildingarmál til að hnekkja faðernisviðurkenningu. Faðernismál eru (almennt) höfðuð í þeim tilvikum þegar feðra á barn sem er ekki feðrað (þá stundina). Núverandi staða er sú að eingöngu karlmenn megi teljast feður barna að lögum.

   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.