Bakgarðshlaup (Enska: Backyard ultra) er útfærsla af ofurmaraþonhlaupi þar sem keppendur verða að hlaupa 6,706 kílómetra á innan við einni klukkustund. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum og eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Hlaupinu er lokið þegar aðeins einn hlaupari er eftir til að klára hring. Bakgarðshlaup eru uppfinning Gary "Lazarus Lake" Cantrell.[1]

Lengsta vegalengd sem keppandi hefur náð í bakgarðshlaupi eru 108 hringir (720 km) sem bandaríski hlauparinn Harvey Lewis náði árið 2023 í Big's Backyard Ultra í Bell Buckle, Tennessee, Bandaríkjunum.[2]

Þekktust af bakgarðshlaupum á Íslandi eru Bakgarðshlaupið í Heiðmörk og Bakgarður 101.

Heimildir

breyta
  1. Jared Beasley (23. október 2022). „For Ukrainian Runners, a Brutal Race Made Sense When Little Else Did (Published 2022)“ (enska). New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2022. Sótt 24. september 2024.
  2. Jessy Carveth (26. október 2023). „Harvey Lewis Breaks Backyard Ultra World Record After Running Over 700k In Five Days“ (bandarísk enska). Marathon Handbook. Sótt 24. september 2024.