BNF
(Endurbeint frá Backus-Naur Form)
BNF er setningafræði sem notast er við í samhengisfrjálsri málfræði; semsé formleg aðferð til að lýsa formlegu máli. Skammstöfunin stendur fyrir Backus-Naur Form, en stóð áður fyrir Backus Normal Form. John Backus átti mikin þátt í þróun BNF en Peter Naur átti mikinn þátt í að koma BNF í almenna notkun innan tölvunarfræðinnar, og því er BNF látið standa fyrir Backus-Naur Form.
BNF á sér einnig rætur í málvísindum, því málvísindamaðurinn Noam Chomsky skilgreindi samhengisfrjálsar mállýskur áður en Backus eða Naur skilgreindu BNF.
Dæmi um BNF Form
breyta<expr> ::= <num> | ( <expr> ) | <expr> <op> <expr> <op> ::= + | - | * | / <num> ::= <digit> | <digit> <num> <digit> ::= 0|1|2|3|4|5|6|7|8|9
Þessi BNF skilgreining lýsir máli sem inniheldur strengi sem eru segðir ("formúlur") með heiltölugildum og venjulegum reikniaðgerðum.
EBNF er líka algeng aðferð til að skilgreina málfræði forritunarmála