Bacillus cereus er baktería af ættkvíslinni Bacillus en 50 tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Hún er Gram-jákvæð, staflaga og grómyndandi baktería sem getur valdið matareitrun.[1]

Bacillus cereus
B. cereus í kindablóði.
B. cereus í kindablóði.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Firmicutes
Flokkur: Bacilli
Ættbálkur: Bacillales
Ætt: Bacillaceae
Ættkvísl: Bacillus
Tegund:
B. cereus

Tvínefni
Bacillus cereus
Frankland & Frankland 1887

Hvar finnst Bacillus cereus

breyta
 
Bacillus cereus - Gram jákvæð

Uppruni bakteríunnar er jarðvegur, ryk og vatn. Hún getur fundist í meltingarvegi bæði hjá mönnum og dýrum. Dæmi um matvörur, sem bakterían getur fundist í, eru þurrkuð matvæli, mjólk og tilbúnir kjötréttir.

Vaxtarskilyrði

breyta

B.cereus fjölgar sér best við súrefni en hún getur einnig fjölgað sér við loftfirrðar aðstæður.

Koldíoxíð kemur í veg fyrir vöxt bakteríunnar þannig að loftskiptar umbúðir ættu að geta komið í veg fyrir bakteríuna í matvælum. Hitastigsbilið sem B.cereus fjölgar sér við er frá 4°C upp í 48°C. Gró bakteríunnar eru mjög hitaþolin og geta lifað hitun af. Hámarkssaltstyrkur sem bakterían sjálf þolir er 10% og lágmarkssýrustig er 4,0.

Eitrun og einkenni

breyta

Bacillus cereus getur valdið tveimur ólíkum tegundum að matareitrunum þar sem hún getur myndað tvö mismunandi eiturefni. Algengara eiturefnið veldur niðurgangi og magaverkjum. Einkennin koma fram tólf tímum eftir neyslu og geta varað í hálfan dag. Hitt eiturefnið veldur ógleði og uppköstum. Einkennin koma skjótt fram, yfirleitt 1-5 klukkutímum eftir neyslu og geta varað í 1-2 daga. Síðarnefnda eitrunin er oft tengd steiktum eða soðnum hrísgrjónum sem ekki hafa verið kæld nógu snögglega. Eiturefnin hafa mismikla mótstöðu gagnvart hita. Eiturefnið sem veldur niðurgangi eyðileggst við upphitun upp í 55-60°C í 5 mínútur en eiturefnið sem veldur uppköstum getur þolað upphitun upp í 80°C í meira en 15 mínútur.

Almennar ráðleggingar

breyta
  • Hröð og góð kæling á elduðum matvælum.
  • Gæta þess vandlega að halda heitum réttum ofan við 60°C
  • Hita matarafganga nægilega vel upp. (75°C)
  • Þvo hendur oft og viðhalda almennu hreinlæti.

Tilvísanir

breyta
  1. Mast matvælastofnun. „Bacillus cereus“.