BMX-hjól eru reiðhjól hönnuð fyrir torfærukeppnir og áhættuhjólreiðar. BMX stendur fyrir bicycle motocross eða torfæruhjólreiðar. Einkenni BMX-hjóla eru lítil grind og dekk, hátt stýri og lágt sæti. Sum hjól eru með rörum út frá öxli afturhjólsins til að standa á þegar stokkið er á hjólinu. Oftast er reynt að hafa hjólin eins létt og einföld og hægt er. BMX-hjól eru oftast án bremsa, gírskipta og fríhjóls svo hægt sé að snúa stýrinu í hring og hjóla bæði aftur á bak og áfram.

BMX-hjól
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.