Búprópíón er lyf sem notað er við þunglyndi. Það er m.a. selt undir vöruheitunum Wellbutrin og Zyban.

Lyfjafræðileg verkun

breyta

Lyfið tilheyrir flokki NDRI (norepinefrín/dópamín endurupptökuhemla) þunglyndislyfja en þau hindra að boðefnin noradrenalín og dópamín séu tekin upp úr taugamótabili taugafrumna. Við það eykst styrkur boðefnanna í bilinu og tilætluð áhrif, betri geðhagur, nást fram.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Rang, H.P.; Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 978-0-7020-5363-4.