Bókabúð Máls og menningar

Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í Reykjavík var lengi verið með stærstu bókabúðum landsins. Búðin var stofnuð 1940. Nokkur útibú voru stofnuð síðar, hið stærsta þeirra við Síðumúla.

Hús Máls og menningar við Laugaveg teiknaði Sigvaldi Thordarson arkítekt og hann hannaði einnig flesta innanstokksmuni t.d skrifborð, hillur í versluninni sem síðar hafa verið fjarlægð.

Bókabúðin var lengst af í eigu bókaforlagsins Máls og menningar en árið 2003, ekki löngu eftir sameiningu bókaútgáfunnar við Vöku-Helgafell í Eddu - miðlun og útgáfu voru verslanirnar seldar til Pennans/Eymundssonar árið 2003 vegna fjárhagsörðugleika félagsins og sameinaðar verslunum Pennans. Verslunin á Laugaveginum hélt þó nafninu Bókabúð Máls og menningar áfram þar til hún flutti á Skólavörðustíg sumarið 2009. Skömmu síðar var opnuð ný bókaverslun í húsnæðinu á Laugavegi 18 undir nafninu Bókabúð Máls og menningar. Hún er þó ótengd bókaforlaginu.

Bókabúðin hætti starfsemi árið 2020 vegna erfiðs reksturs. [1] Þar er nú kaffihús, verslun og tónleikastaður.

Tilvísanir

breyta
  1. Máli og menningu lokað varanlega Mbl.is, sótt 9.11.2023