Averøy (sveitarfélag)

Averøy er eyjasveitarfélag í Mæri og Raumsdalur í Noregi. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 5.826  (2022).

Bæjarhúsið og bæjarstjórnin eru staðsett í þorpinu Bruhagen á aðaleyjunni Averøya. Í Bruhagen er einnig stærsta verslunarmiðstöð sveitarfélagsins.  Sveitarfélögin innihalda einnig þéttbýlið Kårvåg, Bremsnes og Langøy.

Sveitarfélagið samanstendur af nokkrum stórum og minni eyjum og liggur út að Noregshafi og er að öðru leyti umkringt fjarðaörmum. Í austri er sveitarfélagið Kristjánssund, í suðaustri er sveitarfélagið Gjemnes og í suðvestur er sveitarfélagið Hustadvika. Atlanterhavsveien er meginlandstengingin til suðurs, til Hustadvika sveitarfélagsins. Vegurinn er lagður yfir nokkrar eyjar og brýr og hefur verið nefndur bygging aldarinnar í Noregi.