Ýmir
(Endurbeint frá Aurgelmir)
Ýmir (fornnorræna: Ymir) eða Aurgelmir er jötunn í norrænni goðafræði. Hann er fyrsti jötunninn í heiminum og eru allir jötnar frá honum komnir. Ýmir varð til þegar frost Niflheims blandaðist eldum Múspellsheims í Ginnungagapi. Einnig varð kýrin Auðhumla til þegar þetta gerðist. Auðhumla nærði Ými lengst af og runnu fjórar mjólkurár úr spenum hennar.
Eitt afkvæmi Ýmis eignaðist Bestlu Bölþórsdóttur. Hún eignaðist þrjá syni með Bori, syni Búra, sonar Auðhumlu; Óðin, Vilja og Vé. Óðinn, Vilji og Vé ákváðu síðar að skapa heiminn. Tóku þeir þá Ými, drápu hann og gerðu úr honum heiminn þannig:
- Hold Ýmis varð að löndum.
- Blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum.
- Bein og tennur Ýmis urðu að fjöllum.
- Beinflísar Ýmis urðu að grjóti og urðum.
- Höfuðkúpa Ýmis varð að himninum.
- Augabrúnir Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð.
- Heili Ýmis varð að skýjum.
- Hár Ýmis varð að skógi.