Undirtitill
(Endurbeint frá Aukafyrirsögn)
Undirtitill (einnig þekkt sem undirfyrirsögn eða aukafyrirsögn) kallast það þegar annars titill eða önnur fyrirsögn er gefin bókum eða greinum til frekari útskýringar. Frægt dæmi um þetta er eitt frægasta verk Mary Shelley; Frankenstein; or, the Modern Prometheus (enska: „Frankenstein; eða Prómeþeifur nútímans“) þar sem undirtitillinn „Modern Prometheus“ er lýsindi fyrir þema bókarinnar. Oft er undirtitlum sleppt í nútímaútgáfum og er áðurnefnt verk oft gefið út einfaldlega undir nafninu Frankenstein.
Dæmi
breyta- Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb
- The Hobbit, or There And Back Again
- Hugleiðingar um frumspeki, þar sem færðar eru sönnur á tilveru Guðs og greinarmun sálar og líkama (latína: Meditationes de Prima Philosophia, in qua Dei existentia et animae immortalitas demonstratur)
- Guli skugginn, Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
- Bla Bla- 600 ótrúlega gagnslausar staðreyndir til að segja frá þegar þú hefur ekkert að tala um