Undirtitill

(Endurbeint frá Aukafyrirsögn)

Undirtitill (einnig þekkt sem undirfyrirsögn eða aukafyrirsögn) kallast það þegar annars titill eða önnur fyrirsögn er gefin bókum eða greinum til frekari útskýringar. Frægt dæmi um þetta er eitt frægasta verk Mary Shelley; Frankenstein; or, the Modern Prometheus (enska: „Frankenstein; eða Prómeþeifur nútímans“) þar sem undirtitillinn „Modern Prometheus“ er lýsindi fyrir þema bókarinnar. Oft er undirtitlum sleppt í nútímaútgáfum og er áðurnefnt verk oft gefið út einfaldlega undir nafninu Frankenstein.