Athrotaxis laxifolia

Athrotaxis laxifolia[2] er sígrænt tré sem er einlent í Tasmaníu í Ástralíu, þar sem það vex í 1,000–1,200 m hæð.[3][1]

Athrotaxis laxifolia

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Athrotaxis
Tegund:
A. laxifolia

Tvínefni
Athrotaxis laxifolia
Hook.
Samheiti

Athrotaxis doniana Henkel & W. Hochst.

Það verður 10 til 20m hátt, með bol að 1 m í þvermál. Blöðin eru hreisturlík, 4–12 mm löng og 2–3 mm breið, í spíral eftir sprotanum. Könglarnir eru aflangt-hnattlaga, 15–26 mm langir og 14–20 mm í þvermál, með 14–18 köngulskeljar; þeir ná fullum þroska um sex mánuðum eftir frjóvgun. Frjókönglarnir eru 3 til 5 mm langir.[3]

Lítið er vitað um stöðu tegundarinnar í heimkynnum hennar; hún er sjaldgæfust þriggja tegunda Athrotaxis. Hún er að mörgu leyti millistig á milli Athrotaxis cupressoides og Athrotaxis selaginoides, og er sterkur grunur að hún sé náttúrulegur blendingur þeirra tveggja; hinsvegar eru niðurstöður erfðagreiningar ekki afgerandi.[3]

Utan við útbreiðslusvæðið er hún stöku sinnum ræktuð í norðvestur Evrópu. Þrátt fyrir að vera sjaldgæfasta tegundin í náttúrunni, er hún algengasta tegundin í ræktun, tré á Írlandi hafa náð 20 m hæð.[4][5][6]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Conifer Specialist Group 2000. Athrotaxis laxifolia
  2. Hook., 1843 In: Icon. Pl., n.s., 2: t. 573.
  3. 3,0 3,1 3,2 Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
  4. Mitchell, A. F. (1974). A Field Guide to the Trees of Britain and Northern Europe. Collins ISBN 0-00-212035-6
  5. Tree Register of the British Isles
  6. Bean, W.J., 1980 Trees and shrubs hardy in the British Isles, ed. 8, Vols. 1-4 John Murray, London
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.