Athrotaxis selaginoides

Athrotaxis selaginoides[2] er sígrænt tré sem er einlent í Tasmaníu[3] í Ástralíu, þar sem það vex í 400–1,120 m hæð. Að vetrarlagi í búsvæði þess er snjór algengur.[4][1]

Athrotaxis selaginoides

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Athrotaxis
Tegund:
A. selaginoides

Tvínefni
Athrotaxis selaginoides
D.Don
Samheiti

Cunninghamia selaginoides (D. Don) Siebold & Zucc.
Athrotaxis gunneana Hook. ex Carrière

A. selaginoides, könglar á fræári (Ástralíu, sumarið 2015).
Köngull A. selaginoides.

Það verður um 20–30 m hátt, með bol að 1,5 m í þvermál. Blöðin eru nálarlaga, 7–18 mm löng og 3–4 mm breið, í spíral eftir sprotanum. Könglarnir eru hnattlaga, 15–30 mm í þvermál, með 20–30 köngulhreistur; þeir ná fullum þroska um sex mánuðum eftir frjóvgun. Frjókönglarnir eru 4–5 mm langir.[4]

Staða tegundarinnar er viðkvæm. Eins og hinar tvær Athrotaxis tegundirnar, er A. selaginoides viðkvæm fyrir eldi. Önnur ástæða fyrri hnignunar tegundarinnar er skógarhögg on heildarhnignun er talin vera um 40% síðustu 200 ár. Þrátt fyrir að 84% skóganna á vernduðum svæðum eru villieldar enn vandamál, en skógarhögg er bannað þar.[5]

Utan við útbreiðslusvæðið er hún stöku sinnum ræktuð í norðvestur Evrópu.[6] Hún þrífst í Skotlandi þar sem hún fær nægilega úrkomu til að viðhalda góðum vexti[7] og þroskar frjó fræ þar.[8]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Conifer Specialist Group 2000: Athrotaxis selaginoides
  2. D. Don, 1838 In: Ann. Nat. Hist. 1: 235.
  3. „Native Conifers of Tasmania“. Parks and Wildlife Service Tasmania. 17. júlí 2008. Sótt 9. ágúst 2011.
  4. 4,0 4,1 Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
  5. http://oldredlist.iucnredlist.org/details/32055/0[óvirkur tengill]
  6. Mitchell, A. F. (1974). A Field Guide to the Trees of Britain and Northern Europe. Collins ISBN 0-00-212035-6
  7. Mitchell. A. F. Conifers in the British Isles. HMSO 1975 ISBN 0-11-710012-9. A bit out of date (first published in 1972), but an excellent guide to how well the various species of conifers grow in Britain giving locations of trees.
  8. Huxley. A. The New RHS Dictionary of Gardening. 1992. MacMillan Press 1992 ISBN 0-333-47494-5. Excellent and very comprehensive, though it contains a number of silly mistakes. Readable yet also very detailed.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.