Stórkrossi
Stórkrossi (fræðiheiti: Asterias rubens) er stjörnulaga fimmarma krossfiskur. Hann er oftast 10 til 15 sm í þvermál en getur orðið allt að 40 sm.
Stórkrossi | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Stórkrossi (Asterias rubens)
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Asterias rubens Linnaeus, 1758 |
Stórkrossi er rándýr sem lifir sjávarbotni. Fæða hans er ýmis botndýr eins og samlokum og kuðungum. Heimkynni hans er í austanverðu Norður-Atlantshafi. Hann finnst allt í kringum Ísland. Hann er algengur á grunnsævi.
Við æxlast losar stórkrossi hrogn og svil út í sjó og til að frjóvgun verði þá þurfa bæði karl- og kvendýr að losa kynfrumur á sama tíma. Það gerist á vorin þegar blómi svifþörunga er í hámarki. Frjóvguðu eggin eru sviflæg og berast með straumum í tvo til þrjá mánuði. Lirfan tekur breytingum á þeim tíma og sest svo að á botninum og fær útlit foreldra sinna. Þegar stórkrossi hefur verið tvö ár á botninum þá getur hann verið 6 sm í þvermál. Stórkrossi lifir í sjö til átta ár.
Ef stórkrossi missir arm þá getur annar vaxið í staðinn.
Heimild
breyta- Fjaran og hafið - Stórkrossi Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine