Aspasíus
Aspasíus (um 100-150) var perípatetískur (þ.e. aristótelískur) heimspekingur. Hann samdi skýringarrit við ýmis ritverk Aristótelesar og ritið Libellus de naturalibus passionibus en einungis er varðveittur hluti af skýringarriti Aspasíusar við Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles. Það er meðal elstu skýringarritanna við ritverk Aristótelesar og sem slíkt er það mikilvægt skjal fyrir heimspekisagnfræðinga.
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Aspasius“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. mars 2006.
- Alberti, Antonina og Sharples, Robert W. (ritstj.), Aspasius: The Earliest Extant Commentary on Aristotle's Ethics (de Gruyter, 1999) ISBN 3-11-016081-1
Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki og sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.