Askasleikir
Einn íslensku jólasveinanna
Askasleikir er sjötti jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 17. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
Þegar askarnir voru settir fyrir hunda og ketti til að sleikja var Askasleikir snöggur að ná í þá á undan.
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:
- Sá sjötti Askasleikir,
- var alveg dæmalaus.-
- Hann fram undan rúmunum
- rak sinn ljóta haus.
- Þegar fólkið setti askana
- fyrir kött og hund,
- hann slunginn var að ná þeim
- og sleikja á ýmsa lund.
Sjá nánar
breytaTengt efni
breyta- Nöfn jólasveina eftir Árna Björnsson Geymt 11 febrúar 2012 í Wayback Machine