Articolo 31
Articolo 31 er ítölsk rapp/hip-hop-hljómsveit sem var stofnuð árið 1993. Lög hljómsveitarinnar eru í blönduðum frjálsum stíl sem byggir á melódískum söng og sömpluðum þekktum laglínum. Upphaflega átti hún að heita Articolo 41 eftir þeirri grein í stjórnarskrá Ítalíu sem heimilar undanþágu frá herskyldu vegna taugaóstyrks, en því var breytt í Articolo 31 eftir 31. grein stjórnarskrár Írlands sem fjallar um málfrelsi. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, Strade di città, kom út 1993 og náði töluverðum almennum vinsældum, fyrst ítalskra hip-hop-hljómplatna. Önnur skífa, Messa di vespiri kom út 1994 og 1995 átti hljómsveitin sumarsmell ársins með „Ohi, Maria! (Ti amo)“ og eftir það hefur hver breiðskífan reynst annarri vinsælli. Síðast gaf hljómsveitin út tónleikaplötuna La riconquista del Forum árið 2004.