Arnljótur gellini

Arnljótur gellini var norrænn stigamaður á víkingatíma sem „[átti kyn] á Jamtalandi og Helsingjalandi“. [1] Hann hjálpaði Þóroddi, syni Snorra goða, á Jamtalandi. Frá honum segir í Heimskringlu.

Teikning Halfdan Egedius af Arnljóti Gellina

Viðurnefnið gellini er talið dregið af bæjarnafninu Gellvin sem núna er Gällö á Jamtalandi.

Grímur Thomsen samdi um hann eitt af sínum frægustu kvæðum og heitir það eftir honum. [2] og er fyrsta erindið eftirfarandi:

Lausa mjöll á skógi skefur,
skyggnist tunglið yfir hlíð;
eru á ferli úlfur og refur,
örn í furu toppi sefur;
nístir kuldi um næturtíð.

TilvísanirBreyta

  1. 215. Skírður Arnljótur gellini; úr Heimskringlu
  2. „Arnljótur Gellini; af ljod.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. maí 2015. Sótt 25. janúar 2011.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.