Arna Sigríður Albertsdóttir
Arna Sigríður Albertsdóttir (fædd 8. júní 1990) er íslensk handahjólreiðakona. Eftir að hafa æft fjölda íþrótta í æsku byrjaði hún að hjóla eftir að hafa lamast í skíðaslysi árið 2006.[1] Árið 2015 varð hún fyrsti íslenski íþróttamaðurinn til að keppa á heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða Hjólreiðasambandsins[2] og árið 2021 varð hún fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í handahjólreiðum á Ólympíuleikum fatlaðra.[3]
Arna Sigríður Albertsdóttir | |
---|---|
Fædd | 8. júní 1990 Ísafjörður, Ísland |
Þjóðerni | Íslensk |
Þekkt fyrir | Handahjólreiðar |
Ævi
breytaFyrstu ár
breytaArna Sigríður er fædd og uppalin á Ísafirði þar sem hún æfði fótbolta, sund og skíði.[4] Sumarið 2006 lék hún með meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild kvenna í knattspyrnu.
Slysið
breytaÞann 30. desember 2006, þegar hún var í skíðaæfingarferð í Geilo í Noregi, lenti Arna Sigríður útaf brautinni og hafnað á tré með þeim afleiðingum að hún hryggbrotnaði og lamaðist fyrir neðan mitti.[5]
Hjólreiðar
breytaNokkrum árum eftir slysið flutti hún til Reykjavíkur og hóf þjálfun hjá Fannari Karvel einkaþjálfara. Í kjölfarið á því hóf hún stund á handahjólreiðum.[6] Arna Sigríður keppti fyrst í handahjólreiðum haustið 2014.[6] Árið 2015 varð hún fyrsti íslenski hjólreiðamaðurinn til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í UCI Para-hjólreiðum á vegum. Í mars 2016 varð hún fyrst í götuhjólreiðum og önnur í tímatöku á móti í Abú Dabí sem tilheyrði Evrópumótaröðinni.[7]
Í ágúst og september 2021 keppti hún í handahjólreiðum á Ólympíumótum fatlaðra í Tókýó í Japan.[8][9][10] Í keppni í tímatöku í flokki H 1-3 sem fram fór 31. ágúst lenti hún í ellefta sæti.[11] Í keppni í götuhjólreiðunum sem fram fór 1. september endaði Arna í fimmtánda sæti.[12]
Myndir
breytaHeimildir
breyta- ↑ Ásta Eir Árnadóttir (29. júní 2019). „Vill verða ein af þeim bestu“. Fréttablaðið. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ „Arna Albertsdottir - Focused on 2020 for Iceland“. Union Cycliste Internationale. 17. júlí 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 ágúst 2021. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ Orri Freyr Rúnarsson (26. ágúst 2021). „Ég ætla ekki að láta neinn ná mér“. RÚV. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir (7. apríl 2018). „Ótrúlegt hvað lífið býður upp á“. Vísir.is. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ „Arna Sigríður valin Vestfirðingur ársins“. Vísir.is. 10. janúar 2008. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ 6,0 6,1 „Tekur tíma, þolinmæði og þrjósku“. Morgunblaðið. 29. júlí 2018. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ Gunnþóra Gunnarsdóttir (24. mars 2016). „Vann Evrópukeppni í handahjólreiðum“. Vísir.is. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ Hjörtur Leó Guðjónsson (8. júlí 2021). „Arna Sigríður sjötti keppandi Íslands í Tókýó“. Vísir.is. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ Helga Margrét Höskuldsdóttir (8. júlí 2021). „Arna Sigríður verður sjötti keppandi Íslands í Tókýó“. RÚV. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ Gunnar Egill Daníelsson (21. ágúst 2021). „Sú elsta en efnilegasta í hópnum“. Morgunblaðið. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ Kristjana Arnarsdóttir (31. ágúst 2021). „Arna Sigríður ellefta í tímatökunni“. RÚV. Sótt 31. ágúst 2021.
- ↑ Kristjana Arnarsdóttir (1. september 2021). „Mér var sagt að ég ætti ekki að vera lifandi“. RÚV. Sótt 1. september 2021.
Ytri tenglar
breyta- Prófíll Geymt 28 ágúst 2021 í Wayback Machine hjá Alþjóða Ólympíusambandinu
- Prófíll hjá Knattspyrnusambandi Íslands