Arktínos
Arktínos frá Míletos (á forngrísku: Ἀρκτῖνος Μιλήσιος) var forngrískt skáld, sem var sagður hafa ort kvæðin Eþíópíukviðu og Fall Tróju. Kvæði þessi eru ekki varðveitt en endursögn á efni þeirra er varðveitt frá 5. öld.
Eþíópíukviða var í fimm bókum og var nefnd eftir honum eþíópíska Memnoni, sem varð bandamaður Trójumanna að Hektori látnum. Kvæðið tók upp þráðinn þar sem honum sleppti í Ilíonskviðu Hómers. Kvæðinu lauk með dauða g útför Akkillesar og deilu Ajasar og Ódysseifs um hver skyldi hreppa vopn hans.
Fall Tróju eða Iliou Persis sagði frá Trójuhestinum, Sínoni og Laókóoni og falli borgarinnar.
Tengill
breyta- „Hvar er talað um trójuhestinn og fall Tróju ef ekkert er fjallað um þetta í Ilíonskviðu?“. Vísindavefurinn.
Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.