Ardennafjöll (franska: L'Ardenne, hollenska: Ardennen, vallónska: L'Årdene, lúxemborgíska: Ardennen) eru fjallgarður og skóglendi á meginlandi Evrópu á vatnasviði ánna Moselle og Meuse. Fjallgarðurinn myndaðist fyrir 387,7—382,7 milljón árum á devontímabilinu. Hæsti toppur þeirra er 694 metrar að hæð.

Ardennafjöll
FjallgarðurRhenish Massif
LandBelgía, Lúxemborg, Frakkland
SveitarfélagVallónía, Ardennes
Map
Hnit50°15′N 5°40′A / 50.25°N 5.67°A / 50.25; 5.67
breyta upplýsingum
Ardennafjöllin innan Evrópu

Ardennafjöllin eru að stórum hluta í Belgíu og Lúxemborg en þau ná einnig til Þýskalands og Frakklands. Stærsti hluti fjallgarðsins er í Vallóníu, suðurhluta Belgíu. Austurhluta fjallgarðsins skipar um þriðjungur landsvæðis Lúxemborgar. Svæðið er vaxið þéttum skógi sem leiddi til mikillar uppbyggingar í viðarkolaiðnaði á 18. og 19. öld. Ardennafjöllin voru eitt helsta iðnaðarsvæði í heimi á þessum tíma á eftir Bretlandi.

Á seinni heimsstyrjöldinni var svæðið talið ófært bifreiðum og skriðdrekum og því var lítið um hervarnir þar. Þjóðverjar nýttu sér varnarleysið til að gera innrás í norðurhluta Frakklands og suðurhluta Belgíu í tvígang: fyrst við orrustuna um Frakkland og svo við Ardennasóknina.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.