Armagh

(Endurbeint frá Ard Mhacha)

Armagh (framburður: /ɑːrˈmɑː/, írska: Ard Mhacha) er borg og sókn á Norður-Írlandi. Hún er kirkjuleg höfuðborg Írlands: erkibiskupar alls Írlands sitja í borginni, bæði fyrir kaþólsku kirkjuna og mótmælendakirkjuna. Í dag eru tvær dómkirkjur í borginni. Borgin einkennist af byggingum í georgískum stíl. Gömul stjörnustöð er í borginni sem stofnuð var árið 1789.

Kaþólska dómkirkjan í Armagh.

Armagh var viðurkennd sem borg opinberlega árið 1994. Árið 2011 voru íbúar hennar 14.749. Hún er því fámennasta borg Norður-Írlands og fimmta fámennasta borg Bretlands.

Heimild

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.