Arches-þjóðgarðurinn
Arches-þjóðgarðurinn (enska: Arches National Park) er þjóðgarður í austur-Utah og er staðsettur á Colorado-sléttunni með Colorado-fljót aðliggjandi. Hann er um 310 km2 að stærð og hefur að geyma u.þ.b. 2000 sandsteinabrýr og -boga sem mótast hafa af vindi og vatni á mörg hundruð milljónum ára. Svæðið er í um 1200-1700 metra hæð. Einn af þeim frægustu er Delicate Arch. Árið 1929 var svæðið verndað sem national monument en árið 1971 var það gert að þjóðgarði.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Arches-þjóðgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Arches National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. des. 2016.