Apollonia (Illyríu)
Apollonia (forngríska: κατ' Εριδαμνον eða προς Εριδαμνω) var hafnarborg í Illyríu á bakka árinnar Aous nálægt þeim stað þar sem nú stendur borgin Fier í Albaníu. Borgin var stofnuð 588 f.Kr. af grískum landnemum frá Kerkýru (nú Korfú) og Kórinþu. Borgin var nefnd eftir guðinum Apollóni.
Borgin hagnaðist á þrælaverslun og vegna stórrar hafnaraðstöðu.
Um tíma var borgin hluti af ríki Pyrrosar frá Epírus en þegar árið 229 f.Kr. komst hún undir vald Rómverska lýðveldisins. 148 f.Kr. varð hún hluti af rómverska skattlandinu Makedóníu og síðar Epírus. Ágústus keisari lærði í Apolloniu hjá Aþenódórusi frá Tarsus árið 44 f.Kr.