Apis mellifera ruttneri

Maltversk alibýfluga, Apis mellifera ruttneri, er undirtegund af Alibýfluga. Það er upprunnið frá Möltu.

Maltversk alibýfluga
Möltubý á ramma með drottningarhólf
Möltubý á ramma með drottningarhólf
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Yfirætt: Apoidea
Ætt: Apidae
Ættkvísl: Apis
Tegund:
Undirtegundir:

A. m. ruttneri

Þrínefni
Apis mellifera ruttneri
Sheppard, Arias, Grech & Meixner, 1997

Uppruni

breyta

Þetta er undirtegund af Alibýflugu sem hefur breiðst út og aðlagast náttúru Möltu-eyja. Hún hefur þróast sem aðskilin undirtegund þegar Möltueyjar voru aðskildar meginlandi Evrópu.

Útlit og hegðun

breyta

Möltubý er tiltölulega svartleitt. Það er vel aðlagað háum hita og þurrum sumrum og svölum vetrum. Búin eru með klak allt árið og góða svörun við árstíðum á eyjunum. Þau hreinsa búin vel. Þeim hættir til að sverma eða steypa drottningunni þegar það eru nægar birgðir (yfirleitt sverma að vori og skifta út drottningu að hausti). Þær verja sig vel gegn vespum, geitungum, músum og bjöllum og geta verið árásargjarnar gegnvart býflugnabændum og fólki sem á leið hjá. Búin hafa einnig sýnt þol gegn Varroa destructor.[1]

Saga undirtegundarinnar

breyta

Undirtegundin er talin vera að aukast aftur eftir hrun sem varð eftir að Varroa var flutt til Möltu 1992. Á þeim tíma voru bý erlendis frá flutt inn til að bæta upp tap á innfæddum búum. 1997 var hún loks greind sem sjálfstæð undirtegund.[2] Hún blandast auðveldlega við Ítölsku undirtegundina (A. m. ligustica) og gerir það stofn sem ver sig vel gegn Varroa og gefur af sér mikið hunang, ásmt því sem þær eru síður árásargjarnar, en blandan eykur útrýmingarhættu á Möltu alibýflugunni sem sjálfstæðum stofni og blendingurinn verður eftir nokkrar kynslóðir mjög árásargjarn.

Tilvísanir

breyta
  1. „Types of Bee“. archive.org. Afritað af uppruna á 31. janúar 2010. Sótt 27. september 2016.
  2. Sheppard, W.S., M.C. Arias, M.D. Meixner and A. Grech. 1997. Apis mellifera ruttneri, a new honey bee subspecies from Malta. Apidologie 28:287-293.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.